Skilmálar
Afhending vöru
Við leggjum okkur fram við að afgreiða pantanir eins fljótt og auðið er.
Sé vara ekki til á lager munum við hafa samband og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma vörunnar eða varan endurgreidd sé þess óskað.
Kaupandi ber ábyrgð á að gefa upp rétt heimilisfang og velja réttan afhendingarmáta.
Verð á vöru og sendingakostnaður
Verð í vefverslun eru með inniföldum 24% virðisaukaskatti. Sendingarkostnaður bætist við í greiðsluferlinu.
Greiðsla pantana og öryggi
Hægt er að greiða fyrir vörur í vefversluninni með eftirfarandi hætti:
Með greiðslukortum í gegnum örugga greiðslusíðu Teya. Tekið er við kreditkortum og debetkort.
Að skipta og skila vöru
Veittur er 14 daga skilaréttur við kaup á vöru gegn framvísun sölureiknings sem sýnir með fullnægjandi hætti hvenær varan var keypt. Varan þarf að vera ónotuð, í fullkomnu ástandi og í upprunalegum umbúðum. Við skil á vöru er miðað við upprunalegt verð hennar, nema viðkomandi vara sé á útsölu eða á sértilboði við vöruskil. Þá er miðað við verð vörunnar þann dag sem henni er skilað. Ef kaupandi vill ekki skipta vörunni fyrir aðra vöru getur hann fengið endurgreitt.
Gölluð vara
Sé vara gölluð er viðskiptavinum boðin ný vara í staðinn eða endurgreiðsla ef varan er ekki til.
Trúnaður
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.
Lög og varnarþing
Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Norðurland eystra.
Fyrirvari
Öll ákvæði skilmálanna hér að ofan ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur milli aðila skal bera málið undir Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa. Dugir það ekki verður slíkur ágreiningur einungis leystur fyrir íslenskum dómstólum. Það skal gera í íslenskri lögsögu og í lögsagnarumdæmi seljanda.